02/06/2015

Staða okkar fólks á Eimskipsmótaröðinni

Staða okkar fólks á Eimskipsmótaröðinni

Nú eru tvö mót búinn á Eimskipsmótaröðinni í sumar og hafa afrekskylfingarnir okkar staðið sig mjög vel. Egils Gull mótið var haldið í Leirunni og var völlur í góðu ástandi en aðstæður urðu frekar krefjandi vegna veðursins. Í karla flokki enduðu þrír Keilirs karlar á meðal topp tíu í mótinu, Axel Bóasson í 5.sæti (+8), Gísli Sveinbergsson í 6.sæti (+9) og Benedikt Sveinsson í 8.sæti (+12). Í kvenna flokki voru við einnig með þrjár konur í topp 10 sætunum, Anna Sólveig Snorradóttir í 3.sæti (+26), Tinna Jóhannsdóttir í 4.sæti (+27) og Þórdís Geirsdóttir í 9.sæti (+43). Skorið var nokkuð hátt í mótinu vegna erfiða vinda á vellinum og var þetta flottur árangur hjá Keilis fólkinu á fyrsta móti sumarsins.

Var svo farið til Vestmannaeyja á Securitasmótið og voru smá áhyggjur hvort möguleiki það yrði hægt að ná að spila alla þrjá keppnisdagan en var fundin lausn með að spila 36 á föstudeginum í blíðskapar veðri og svo 18 holum snemma um morguninn á laugardeginum áður en stormurinn myndi koma á eyjuna. Í karla flokki var Benedikt Sveinsson í góðri stöðu fyrir lokahringinn en dalaði aðeins flugið því aðstæður urðu frekar krefjandi vegna hvassveðris, en Rúnar Arnórsson endaði í 8.sæti (+2), Benedikt Sveinsson í 9.sæti (+4) og Henning Darri Þórðarson í 10.sæti ( +5). Í kvenna flokki voru þrjár Keilis konur í topp þremur sætunum þær Tinna Jóhannsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Anna Sólveig Snorradóttir voru þær allar frekar jafnar fyrir lokahringinn. Á laugardeginum var hún Guðrún Brá búin að vera nálgast hana Tinnu en hafði hún Anna Sólveig ekki alveg náð að halda sama striki frá föstudeginum. Tinna Jóhannsdóttir landaði sigri (+11), Guðrún Brá Björgvinsdóttir í 2.sæti(+16), Anna Sólveig Snorradóttir í 4.sæti (+19), Signý Arnórdóttir í 9.sæti (+28) og Sigurlaug Rún Jónsdóttir í 10.sæti (+29). Var þetta frábær árangur hjá Keilis fólki í eyjum og allt á réttri leið.

Viljum við óska Tinnu Jóhannsdóttir til hamingju með fyrsta sigurinn á Eimskipsmótaröðinni.

1-Benedikt

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025
  • 04/06/2025
    Bikarkeppni Keilis í samstarfi við Hjarta Hafnarfjarðar