Það er mikið um að vera í dag hjá Keili. Krakkarnir okkar eru í eldlínunni og eru tvö GSÍ mót í gangi. Í Setbergi er áskorendamótaröð unglinga og eru 16 Keiliskrakkar að spila þar. Síðan er Íslandsmótið í holukeppni unglinga í Garðabæ og eru 16 manna og 8 manna úrslit leikinn í dag og er keilir með 12 unglinga að keppa þar. Á Hvaleyrinni er svo eitt stærsta opna mót sumarsins. 166 kylfingar eru skráðir til leiks á ZO-ON opið. Þar eru glæsileg verðlaun í boði. Spilað er í höggleik án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Hægt er að fylgjast með þessum mótum í dag á golf.is. Við óskum okkar kylfingum góðs gengis í dag og munum birta úrslit úr þessum mótum hér á heimasíðunni.