26/09/2014

Styrktarmót Axels Bóassonar

Styrktarmót Axels Bóassonar

Á laugardaginn mun Axel Bóasson halda styrktarmót og verður spilað Texas Scramble. Axel Bóasson er einn af okkar fremstu kylfingum og hefur hann ákveðið að gerast atvinnumaður og reyna fyrir sér á stóra sviðinu. Eins og allir vita er þetta gríðarlegt verkefni að gerast atvinnumaður og margir hlutir þurfa að ganga saman svo þetta sé hægt.  Golfklúbburinn Keilir mun styðja við bakið á Axel og halda Styrktarmót laugardaginn 27. september. Skráning er  í fullum gangi á golf.is og einnig er hægt að hringja í s: 565-3360. Mjög flott verðlaun verða einnig í boði á laugardaginn. Axel mun að sjálfsögðu taka á móti keppendum og öllum þeim sem vilja styrkja hann á laugardaginn. Við vonumst til að sjá sem flesta.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025
  • 04/06/2025
    Bikarkeppni Keilis í samstarfi við Hjarta Hafnarfjarðar