06/06/2017

Undankeppni bikarsins verður haldið miðvikudaginn 7. júní

Undankeppni bikarsins verður haldið miðvikudaginn 7. júní

Keppt verður í punktakeppni, glæsileg verðlaun í boði fyrir 5 efstu sætin:

1. verðlaun Inneign í flugferð með Icelandair fyrir 50.000 kr.
2. verðlaun Inneign í veitingasölu Brynju fyrir 25.000 kr.
3. verðlaun inneign út að borða á Matarkjallaranum fyrir 8,000 krónur
4. verðlaun Inneign í golfverslun Keilis fyrir 10.000 kr.
5. verðlaun Inneign í golfverslun Keilis fyrir 5.000 kr.

Einnig veitt verðlaun fyrir besta skor inneign út að borða á Matarkjallaranum fyrir 10,000 krónur

Verðlaun fyrir næst holu á öllum par 3 holum vallarins, inneign út að borða á Matarkjallaranum fyrir 10,000 krónur

Eftir undankeppnina verður birt hverjir mætast í útsláttarkeppninni, 16 efstu í punktakeppnninni komast áfram í 16 manna úrslit og eftir það er leikin útsláttarkeppni. Gefin verða upp símanúmer og netföng keppenda. Einnig verða gefin upp tímamörk fyrir hverja umferð keppninnar. Keppendur sem mætast í hverjum leik fyrir sig koma sér saman um leikdag og leiktíma. Fyrir utan golfbúðina mun hanga uppi tafla hverjir eiga að leika á móti hverjum.

Holukeppnin er leikin með forgjöf sem fer þannig fram að mismunur á leikforgjöf keppenda raðast á 18 holur sam­kvæmt erfiðleikastuðli forgjafar eins og fram kemur á skorkorti. Keppendur taka leikforgjöf samkvæmt forgjafartöflu og nota 3/4 af mismuni forgjafar. Þó skal engin keppandi fá hærri leikforgjöf en 24 hjá körlum og 28 hjá konum.

Hámarksforgjöf gefin í mótinu er 30 hjá körlum og 34 hjá konum
Ræst verður út frá kl. 9.00
Keppnisgjald: 1.500 kr. – Skráning á netinu www.golf.is

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025
  • 04/06/2025
    Bikarkeppni Keilis í samstarfi við Hjarta Hafnarfjarðar