Nú þegar farið er að glitta í sumarið og kylfingar farnir á stjá, þá er alltaf gaman að segja frá skemmtilegum uppákomum á golfvöllum okkar. 4. maí síðastliðinn fór ungur kylfingur í klúbbnum Ólafur Arnar Jónsson holu í höggi á Sveinskotsvelli á 5. braut og notaði 8 járn við verkið. Ólafur er einn af efnilegri kylfingum í klúbbnum og er einungis 12 ára gamall. Við óskum Ólafi til hamingju með höggið og hlökkum til að sjá hann á golfvellinum í sumar.