Golfklúbburinn Keilir vill byrja á því að óska öllum Íslendingum til hamingju með daginn . Opna Subway mótið var haldið í dag og er þetta mót búið að vera lengi á mótaskrá Keilis og er mótið alltaf jafn glæsilegt. Allir þáttakendur fengu bolta,drykk og frímiða á Subway og að sjálfsögðu heimavöll Íslandsmótsins í golfi 2017 til að kljást við. Glæsileg verðlaun voru í boði fyrir besta skor í höggleik og 5 efstu í punktakeppni. Balli ræsir keyrði svo út fullt af aukaverðlaunum sem voru í boði. Golfklúbburinn Keilir þakkar svo þeim sem lögðu leið sína til okkar í dag og var ekki annað að heyra en allir væru kátir með daginn. Við þökkum að sjálfsögðu Subway á Íslandi fyrir að styrkja þetta mót með glæsilegum vinningum og nándarverðlaunum. SUBWAY® er alþjóðleg keðja með yfir 40 þúsund veitingastaði í rúmlega 100 löndum. Stjarnan ehf. rekur 23 Subway veitingastaði á Íslandi sem staðsettir eru víða um land. Hér koma svo helstu úrslit en þess ber að geta að sigurvegarinn í punktakeppninni Malai Rattanawiset vann einnig punktakeppninna í fyrra.

Besta skor dagsins
Arnór Ingi Finnbjörnsson 71 högg

Punktakeppni
1. Malai Rattanawiset 42
2. Gunnar Sverrir Ásgeirsson 41
3. Magnús Rósinkrans Magnússon 40
4. Þorsteinn Reynir Þórsson 37
5. Hilmar Stefánsson 36

Nándarverðlaun
Næstur holu 4. braut – Björgvin Sigurðsson 2,14 m
Næstur holu 6. Braut – Þorsteinn Reynir Þórsson 1,44 m
Næstur holu 10.braut – Andri þór Björnsson 2,47 m
Næstur holu 16. Braut – Theodór Freyr Hervarsson 2,88 m
Næstur holu í 2 höggum 18.braut – Sigurlaug Rún 5,65 m
Lengsta drive 9. Braut – Sigurlaug Rún Jónsdóttir

Vinningaskrá Opna Subway 2017
1. sæti: 80.000 króna Ferðavinningur frá Úrval útsýn.
2. sæti: 60.000 króna Ferðavinningur frá Úrval útsýn.
3. sæti: 50.000 króna Ferðavinningur frá Úrval útsýn.
4. sæti: 40.000 króna Ferðavinningur frá Úrval útsýn.
5. sæti: 30.000 króna Ferðavinningur frá Úrval útsýn.
Besta skorið: 80.000 króna gjafabréf frá Úrval útsýn.
Golfskór í nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins.
Nándaverðlaun á 18 braut, næstur holu í 2 höggum.
Verðlaun fyrir lengsta teighöggið á 9 braut.

Við óskum vinningshöfum til hamingju og geta þeir sótt vinningana á skriftsofu Keilis. Viningshafar hafa 6. mánuði til að vitja vinninga.
da096a5d2284ea2