Lokamót Púttmótaraðarinnar í samstarfi við Golfbúðina Hafnarfirði lauk á páskadag.
Leiknar voru 2×18 holur og voru tvöföld stig í boði í þessu lokamóti.
Alls tóku 10 kylfingar þátt og var það Hjalti Jóhannson sem tryggði sér sigurinn í mótinu og þar með skaust hann upp í efsta sæti stigalistans og er því sigurvegari Púttmótaraðarinnar.
Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu 3 sæti stigalistans. Vinningshafar geta haft samband við skrifstofu Keilis til að nálgast verðlaunin sín.