Aðalfundur SÍGÍ fór fram fimmtudaginn 10. febrúar þar var kjörinu á vallarstjórum ársins lýst. Það eru félagsmenn SÍGÍ sem kjósa þá vallarstjóra sem þeim fannst skara fram úr á liðnu ári. Þetta kemur fram á heimasíðu SÍGÍ.

Samtök íþrótta og golfvallastarfsmanna á Íslandi eru samtök sem stuðla að fagmennsku hjá félagsmönnum sínum og sér þeim fyrir sem bestum upplýsingum til að auðvelda þeim starf sitt á golf- og íþróttavöllum á Íslandi.

Þar sem fundurinn fór fram á TEAMS voru verðlaunin ekki afhent en verður það gert þegar næsta tækifæri gefst.

Það var Guðbjartur Ísak Ásgeirsson og Haukur Jónsson hjá Golfklúbbnum Keili sem voru hlutskarpastir í kjörinu golfvallamegin.

Er þetta í fjórða sinn sem Vallarstjórar Keilis fá þessa útnefningu á þeim tíu árum sem verðlaunin hafa verið veitt.

Og hefur enginn annar golfklúbbur unnið verðlaunin oftar enn Keilir. Frábærlega gert hjá okkar fólki

Í flokki knattspyrnuvalla var það Kristinn V. Jóhannsson á Laugardalsvelli sem hlaut verðlaunin

Stjórn Keilis óskar liðinu á vellinum innilega til hamingju.