06/03/2019

Viltu hafa áhrif á stefnumótun Keilis til næstu ára…..

Viltu hafa áhrif á stefnumótun Keilis til næstu ára…..

Ágæti meðlimur í Keili

Stjórn Keilis hefur ákveðið að hefja vinnu við stefnumótun fyrir starfsemina til næstu 5 ára með það að leiðarljósi að efla starfsemina enn frekar.

Stefnumótunarfundur verður haldinn þann 16 mars nk. kl.10:00-14:00 þar sem mótaðar verða hugmyndir  og tillögur að stefnu, markmiðum, áherslum og aðgerðum.

Óskað er eftir þátttöku tveggja félagsmanna fyrir hugmyndavinnu við hvern af eftirfarandi málaflokkum eða samtals 10 manns alls.

-Rekstur golfklúbbsins
-Markaðs-og útbreiðslumál
-Barna-og unglingastarf
-Félagsstarf
-Mannvirki og umgjörð
-Lýðheilsumál 67+

Ef þú hefur þekkingu eða áhuga á einhverjum af ofangreindum málaflokkum þá sendu okkur staðfestingu á vilja þínum til þátttöku og hvaða málaflokkur er þér hugleikinn á netfangið olithor@keilir.is. Sýni fleiri en tveir félagsmenn áhuga á þátttöku í einstökum málaflokkum verður dregið um það hverjir koma að hugmyndavinnu fyrir viðkomandi málaflokk.

Stjórn Keilis

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin
  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025