Vinna hafin við nýtt teigasett á 9. holu Sveinskotsvallar
Vinna hafin við nýtt teigasett á 9. holu Sveinskotsvallar
Nú hafa starfsmenn Keilis hafið vinnu við 3 nýja teiga á 9. braut Sveinskotsvallar. Framkvæmdin er í stærri kantinum og verða teigarnir stækkaði umtalsvert.
Stefnt er að verkefninu ljúki á næstu tveimur til þremur vikum. Alls verða teigarnir um um 400 m2 þegar öllu er lokið.
Mikil aukning hefur verið á Sveinskotsvelli í sumar og þarf því að fara miklar endurbætur á teigum á vellinum, ásamt öðrum svæðum. Stefnt er að vinna haldi áfram á fleiri teigum bæði í haust og næsta vor.