Næstkomandi föstudag verður haldinn árlegur vorfagnaður Keiliskvenna. Glæsileg dagskrá, meðal annars verðlaunaafhending fyrir púttmót vetrarins, tískusýning og pistill frá Ragnheiði Eiríksdóttur. Maturinn verður í höndum Brynju og þema kvöldsins rautt og rómantískt. Hvetjum allar Keiliskonur til að fjölmenna og njóta kvöldsins í góðum félagsskap. Smellið á mynd til að sjá auglýsinguna.