03/04/2025

Vorkveðja frá Hrefnu og veitingasölunni

Vorkveðja frá Hrefnu og veitingasölunni

Kæra Keilisfólk,

Nú styttist í golftímabilið og er ég og starfsfólk veitingasölunnar orðin mjög spennt að opna eftir vetrardvala.

Við ætlum að opna 2. maí n.k en fyrst um sinn, áður en Hvaleyrarvöllur opnar formlega verður um ljúfa opnun að ræða frá 09:00 – 15:00 á virkum dögum.

Hvetjum við alla að líta við hjá okkur eftir hring í sumar og njóta útsýnisins, spjallsins og fara yfir golfhringinn með spilafélögunum.

Við munum halda áfram að bjóða upp á fjölbreyttan matseðil og ýmsar nýjungar sem betur mun koma í ljós á fyrstu vikum opnunar.

Þá er bara að vona að veðrið vinni með okkur í sumar og að við getum notið sumarsins með góðum veitingum og í frábærum félagsskap.

 

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kveðja,

Hrefna og starfsfólk veitingasölunnar

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025
  • 04/06/2025
    Bikarkeppni Keilis í samstarfi við Hjarta Hafnarfjarðar