22/05/2012

Vormót Hafnarfjarðar

Vormót Hafnarfjarðar

Næstkomandi laugardag verður haldið hið árlega Vormót Hafnarfjarðar. Má segja að þetta mót marki upphaf golfvertíðarinnar hjá mörgum kylfingum. Glæsileg verðlaun verða í boði ásamt því að keppt er um Hafnarfjarðarmeistaratitlana í golfi fyrir árið 2012.

Keppnisfyrirkomulag er bæði höggleikur og punktakeppni. Í höggleik eru veitt verðlaun í karla- og kvennaflokki, 50.000 kr. gjafabréf. Í punktakeppninni eru veitt verðlaun fyrir fyrstu fimm sætin. Jafnframt verða nándarverðlaun á öllum par 3 brautum og dregið úr skorkortum í mótslok.

Til að sjá auglýsinguna fyrir mótið vinsamlegast smellið á mynd.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin
  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025