24/07/2025

Opnanir og lokanir á næstunni vegna Íslandsmótsins í golfi

Opnanir og lokanir á næstunni vegna Íslandsmótsins í golfi

Kæru félagsmenn, 

Nú styttist heldur betur í Íslandsmótið sem haldið verður dagana 7-10 ágúst n.k. Eins og félagsmenn hafa eflaust tekið eftir þá hafa verið margir dagar í aðdragandanum verið teknir frá í rástímakerfinu okkar. Er það að mestu leiti varrúðarráðstöfun til þess að félagsmenn og gestir verði fyrir sem minnstum truflunum vegna ófráteknra tíma sem annars þyrfti að afboða með stuttum fyrirvara. Þó svo að Íslandsmótið fari fram áður nefnda daga þá eru ýmisskonar uppákomur og annað sem fylgja mótahaldi sem þessu og hafa áhrif á framboð rástíma.

Hér er dagskráin í stuttu máli:

Ertu búinn að skrá þig sem sjálfboðaliða !

Við þurfum á mikilli hjálp að halda við mótshaldið og því biðlum við til allra félagsmanna, og annarra kylfinga, að slást í för með okkur í þessa vegferð. Sýnt verður beint frá mótinu í sjónvarpinu föstudag, laugardag og sunnudag og hjá Keili ríkir mikill metnaður til að leysa verkefnið vel af hendi. Til að það geti gengið þurfum við ykkar hjálp.

Við mótshaldið þá áætlum við að þörfin fyrir mannskap í kringum alla keppnisdagana verði í kringum 200 manns. Störfin eru ýmis konar: bílastæðagæsla, framverðir, dómgæsla, móttaka skorkorta og tæknivinnsla svo eitthvað sé tínt til.

Við þökkum skilninginn og hvetjum alla félagsmenn til að flykkjast á Hvaleyrarvöll hjálpa við mótshaldið og sjá okkar bestu kylfinga landsins berjast um Íslandsmeistaratitlana í karla og kvennaflokki.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/07/2025
    Okkur vantar ykkar hjálp
  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin
  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní