13/07/2017

Þrjár nýjar holur opnaðar

Þrjár nýjar holur opnaðar

Í dag föstudaginn 14. júlí klukkan 09:00 hófst nýr kafli í sögu Keilis þegar ný viðbót við Hvaleyrarvöll var opnuð ásamt breytingum á Sveinskotsvelli.

Þrjár nýjar brautir bættust við Hvaleyrina. Ný 13. hola, Holtið, er par 4 og liggur frá 18. flöt að nýjum 14. teig. Ný 14. hola, Lónið, liggur frá bátaskýlunum við Hvaleyrarlón og að teig nýrrar 15. holu, sem er par 3 hola og hefur hlotið nafnið Yfir hafið og heim.

Framkvæmdatíminn hefur verið með allra stysta móti. Sáð var í 14. brautina fyrir 11 mánuðum síðan og er ótrúlegt að sjá gróskuna í brautinni. Vallarstarfsmenn vinna nú að því að ganga frá síðustu glompunum ásamt því að klára síðustu teigana. Á 13. brautinni verður slegið af aftasta parti 1. teigs á Sveinskotsvelli af gulum, bláum og rauðum teigum til að byrja með. Nýir teigar 13. brautar verða tilbúnir seinna í sumar.

Hér að neðan má sjá teikningu af breytingunum, og verður einnig hægt að skoða stærri útgáfu á töflu við golfverslunina og á borðum í sal golfskálans.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025
  • 04/06/2025
    Bikarkeppni Keilis í samstarfi við Hjarta Hafnarfjarðar