30/04/2021

Hreinsunarmótið fer fram 9. maí n.k

Hreinsunarmótið fer fram 9. maí n.k

Þá er starfsemin hjá okkur að fara á fullt. Til stendur að hafa Hreinsunarmótið 9. maí n.k, tilhögun á Hreinsunardeginum og skráning verður nánar auglýst eftir helgi. Stendur til að bjóða félagsmönnum að nýta síðustu dagana í næstu viku til að taka til hendinni þegar þeim hentar í afmörkuðum verkefnum og öðlast þannig þátttökurétt í Hreinsunarmótinu sem fer fram sunnudaginn 9. maí n.k. Venjuleg rástímaskráning hefst síðan mánudaginn 10. maí, hægt verður að panta tíma einsog á síðasta ári með 6. daga fyrirvara á golfboxinu og geta félagsmenn haft 4 virkar skráningar í gangi hverju sinni.

Vallarstarfsmenn vinna baki brotnu að koma vellinum í gang þessa dagana og fór fram annar sláttur á árinu í dag. Golfvöllurinn virðist vera að koma vel undan vetri.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag