16/06/2021

Meistaramót Keilis 2021

Meistaramót Keilis 2021

Þá er komið að stærsta móti sumarsins Meistaramót Keilis 2021.

Í ár verða talsverðar breytingar á mótahaldinu, endilega kynnið ykkur vel þessar breytingar.

Í fyrsta skiptið ætlum við að hafa niðurskurð eftir þrjá hringi í völdum flokkum og komast 12 efstu og jafnir í hverjum flokki í gegnum niðurskurðinn, nema að kylfingar séu 10 höggum eða minna frá fyrsta sæti.

Lokadagurinn mun síðan fara fram 10. júli og verður það sannkallaður úrslitadagur þar sem spennan í öllum flokkum mun ná hámarki og verður gaman að fylgjast með hverjum flokknum á fætur öðrum koma inn 72. holuna og leika til úrslita.

Vinsamlegast smellið á mynd, þar sést hvaða flokkar leika 4 hringi og eru með niðurskurð. Þeir flokkar eru merktir með dökkgrænum kassa við laugardaginn 10. júlí.

Skráning hefst 20. júní n.k á golf.is

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin
  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025