12/08/2021

Keilir með flesta þátttakendur

Keilir með flesta þátttakendur

Í gær lauk áskorendamótaröð GSÍ. Leiknar voru 9 holur á Korpunni hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.

Þátttakendur voru 20 talsins frá Keili af tæplega 65 keppendum.

Keppt er í flokkum stráka og stelpna 10 ára og yngri, 12 ára og yngri, 14 ára og yngri og 18 ára og yngri.

Keppendur frá Keili stóðu sig mjög vel og hlutu tvenn gullverðlaun, tvö silfur og  tvenn bronsverðlaun í hinum ýmsu flokkum.

Eftir keppni var öllum boðið í pylsuveislu og allir fengu viðurkenningarskjal.

Næsta mót á áskorendamótaröðinni verður haldið í Bakkakoti hjá Golfklúbbnum í Mosfellsbæ laugardaginn 21. ágúst.

Hér er hægt að skoða úrslit frá mótinu:

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin
  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi