28/06/2023

Júnígolfmót yngri kylfinga

Júnígolfmót yngri kylfinga

Mánudaginn 26. júní fór fram golfmót fyrir yngri kylfinga Keilis á Sveinskotsvelli. Mótið hófst á hádegi og léku kylfingarnir níu holur. Að mótinu loknu var keppendum boðið upp á pylsur og djús í Hraunkoti. Þáttaka í mótinu var góð og voru kylfingarnir ungu ánægðir með árangurinn. Sigurvegarar í mótinu voru þau Sólveig Arnarsdóttir í stelpuflokki og Patrekur Valgeirsson í strákaflokki. Mikil stemning er í barna og ungmennastarfi Keilis þessa dagana enda golfleikjaskóli Keilis  í fullum gangi en hægt er að nálgast upplýsingar um námskeiðin hér á heimasíðu Keilis.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla
  • 10/12/2025
    Aðalfundur Keilis fór fram í gær
  • 05/12/2025
    Stjórnarkjör Aðalfundur Keilis
  • 03/12/2025
    Aðalfundur Keilis 2025