28/06/2023

Júnígolfmót yngri kylfinga

Júnígolfmót yngri kylfinga

Mánudaginn 26. júní fór fram golfmót fyrir yngri kylfinga Keilis á Sveinskotsvelli. Mótið hófst á hádegi og léku kylfingarnir níu holur. Að mótinu loknu var keppendum boðið upp á pylsur og djús í Hraunkoti. Þáttaka í mótinu var góð og voru kylfingarnir ungu ánægðir með árangurinn. Sigurvegarar í mótinu voru þau Sólveig Arnarsdóttir í stelpuflokki og Patrekur Valgeirsson í strákaflokki. Mikil stemning er í barna og ungmennastarfi Keilis þessa dagana enda golfleikjaskóli Keilis  í fullum gangi en hægt er að nálgast upplýsingar um námskeiðin hér á heimasíðu Keilis.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 10/09/2025
    Vel heppnuð haustferð Keiliskvenna
  • 05/09/2025
    Fyrirkomulag rástímabókana nú þegar tekur að hausta
  • 01/09/2025
    Úrslit úr Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 28/08/2025
    Nýr golfvöllur í Hafnarfirði
  • 19/08/2025
    Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 18/08/2025
    Úrslit úr Opna Icewear Kvennamóti Keilis