04/09/2023

Halldór Jóhannsson Íslands- og stigameistari í golfi

Halldór Jóhannsson Íslands- og stigameistari í golfi

Halldór Jóhannsson ungur og efnilegur kylfingur frá Keili varð Íslandsmeistari og stigameistari GSÍ um helgina.

Hann sigraði keppinauta sína örugglega í holukeppni á leið sinni að verða Íslandsmeistari í flokki 12 ára og yngri.

Mótið fór fram í Grafarholtinu.

Keilir óskar Halldóri og fjölskyldu innilega til hamingju með árangurinn.

Þess ber að geta að Keilir á hátt í 30% af öllum keppendum á stigalista GSÍ í þessum flokki og þar af eru átta kylfingar frá Keili  inn á topp 21 listanum af öllum keppendum sem tóku þátt í mótunum í sumar.

 

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast
  • 23/04/2025
    Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar
  • 22/04/2025
    Breytingar á rástímapöntunum
  • 22/04/2025
    Bættur leikhraði