13/09/2023

Úrslit úr Fyrirtækjakeppni Keilis 2023

Úrslit úr Fyrirtækjakeppni Keilis 2023

Síðustu helgi fór fram Fyrirtækjakeppni Keilis árið 2023. Góð skráning var í mótið og alls tóku 62 lið þátt. Veðrið var með besta móti á meðan kylfingar léku frábæran Hvaleyrarvöll. Mótið er árlega ein af helstu fjáröflunum klúbbsins og viljum við þakka öllum þeim fyrirtækjum sem tóku þátt.

Leikinn var betri bolti og voru veitt glæsileg verðlaun fyrir fyrstu 5 sætin og þar að auki fyrir næstur holu á öllum par 3 holum vallarins. Hrefna í veitingasölunni sá svo um að enginn fór svangur né þyrstur heim.

Úrslit urðu eftirfarandi:

1.Sæti: ÍAV hf – 54 punktar (s9)
2.Sæti: Ölgerðin 1 – 54 punktar
3.Sæti: Svalan ehf – 50 punktar
4.Sæti: Ölgerðin 2 – 48 punktar
5.Sæti: Tor 1 – 47 punktar

Nándarverðlaun:

4.Hola: Lúðvík Geirsson – 95 cm
6.Hola:
Magnús Björn Bragason – 88 cm
10.Hola:
Svanur Þór Eðvaldsson – 86 cm
15.Hola: 
Vikar Jónasson – 230 cm

Takk allir sem tóku þátt fyrir frábæran dag!

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast
  • 23/04/2025
    Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar
  • 22/04/2025
    Breytingar á rástímapöntunum
  • 22/04/2025
    Bættur leikhraði