21/09/2023

Bændaglíman 2023

Bændaglíman 2023

Þá er komið að hinni árlegu Bændaglímu. Mótið hefur fest sig í sessi sem ákveðið slútt í mótahaldi og því tilvalið að taka þátt og hafa gaman.

  • Keppnisfyrirkomulag: 2 manna Texas Scramble
  • Bændurnir þetta árið verða þau Róbert Sævar Magnússon og Berglind Guðmundsdóttir
  • Ræst verður út af öllum teigum klukkan 14:00
  • Boðið verður upp á Irish Coffee í ræsisskúrnum og veitingavagninn verður á ferðinni

Að móti loknu verða bornar fram veitingar að hætti Hrefnu og að honum loknum er verðlaunaafhending. Íslenski Elvis mætir á svæðið og heldur uppi stuðinu um kvöldið. Allir keilisfélagar eru hvattir til að fjölmenna og skrá sig tímanlega

  • Þáttökugjaldið er 7.000kr á manninn
  • 20 ára aldurstakmark er í mótið
  • Forgjöf liðs er samanlögð leikforgjöf leikmanna deilt með 3. Forgjöf liðs er þó aldrei hærri en leikforgjöf forgjafarlægri leikmannsins
  • Skráning hefst föstudaginn 22. september klukkan 12:00 og fer fram á Golfbox
Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast
  • 23/04/2025
    Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar
  • 22/04/2025
    Breytingar á rástímapöntunum
  • 22/04/2025
    Bættur leikhraði