20/10/2023

Axel Bóasson á Challenge Tour!

Axel Bóasson á Challenge Tour!

Atvinnumaðurinn og Keiliskylfingurinn Axel Bóasson var rétt í þessu að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðina(Challenge Tour), næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu

Lokamót Nordic League kláraðist í dag og fyrir mótið var Axel í fimmta sæti stigalistans, en fimm efstu á stigalistanum vinna sér inn keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni á næsta tímabili. Lokahringur mótsins átti að fara fram í dag en vegna veðurs var hann blásinn af. Því varð mótið aðeins tveir hringir og lék Axel hringina tvo á 68 og 75 höggum sem skilaði honum 19. sæti í mótinu og dugði til að halda fimmta sæti stigalistans.

Við óskum kappanum innilega til hamingju með þetta og hlökkum til að fylgjast með honum á næsta tímabili.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin
  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi