12/12/2023

Guðrún Brá komst áfram!

Guðrún Brá komst áfram!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir komst áfram af fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir LET evrópumótaröðina

Eftir að hafa spilað á 69 höggum fyrsta daginn og verið í góðum málum þá hallaði örlítið undan fæti á öðrum hring þegar hún spilaði á 78 höggum og hrapaði hún um 20 sæti á skortöflunni.

Því var ljóst að hún hefði þurft á mjög góðum hring að halda í dag til að komast í topp 20 og komast áfram á lokaúrtökumótið.

Það gerði Guðrún svo sannarlega. Hún átt besta hring dagsins og lék hún á 66 höggum eða 6 höggum undir pari.

Með þessum geggjaða hring hýfði hún sig upp töfluna og endaði hún í 13 sæti og fær því að leika á lokastigi úrtökumótsins.

Til hamingju með þetta Guðrún, við fylgjumst spennt með þér á næsta stigi

Smellið hér fyrir lokaniðurstöður úr mótinu

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 10/09/2025
    Vel heppnuð haustferð Keiliskvenna
  • 05/09/2025
    Fyrirkomulag rástímabókana nú þegar tekur að hausta
  • 01/09/2025
    Úrslit úr Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 28/08/2025
    Nýr golfvöllur í Hafnarfirði
  • 19/08/2025
    Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 18/08/2025
    Úrslit úr Opna Icewear Kvennamóti Keilis