23/01/2024

Fjórir kylfingar úr Keili í æfingahóp GSÍ á Spáni

Fjórir kylfingar úr Keili í æfingahóp GSÍ á Spáni

Fjórir Keilismenn dvöldu á Spáni síðastliðna viku með landsliði Íslands í golfi. Hópurinn samanstóð af 33 leikmönnum og 8 þjálfurum sem valdir voru af Ólafi Birni Loftssyni landsliðsþjálfara, þar af voru 6 atvinnukylfingar.

Kylfingar Keilis í þessari ferð voru atvinnukylfingurinn Axel Bóasson, landsliðskylfingurinn Daníel Ísak Steinarsson, unglingalandsliðskylfingurinn Hjalti Jóhannson og fyrrum landsliðskylfingur og ný ráðinn afreksþjálfari Keilis, Birgir Björn Magnússon.

Í ferðinni spiluðu leikmennirnir vellina Hacienda Del Alamo og Saurines De La Torre sem báðir eru skemmtilegir og krefjandi vellir á suðaustur Spáni, ásamt því að nýta sér æfingaraðstöðuna hjá Hacienda Del Alamo sem hefur allt sem afrekskylfingar þurfa til æfinga og meira.

Markmið ferðarinnar var að bjóða leikmönnum upp á skipulagðar æfingar og keppni við bestu aðstæður, auk þess að þétta landsliðshópinn, deila upplýsingum og ráðleggingum milli leikmanna og þjálfara, og koma íslensku afreksgolfi á framfæri.

Samkvæmt afreksþjálfara Keilis er öruggt að segja að þetta markmið náðist og að leikmenn Keilis stóðu sig vel í að klára þau verkefni sem þeir fengu og að þeir hafi verið til fyrirmyndar að öllu leyti.

Vonandi verður þetta til þess að við sjáum auknar framfarir og meiri árangur í golfi á Íslandi og í Golfklúbbnum Keili!

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 10/09/2025
    Vel heppnuð haustferð Keiliskvenna
  • 05/09/2025
    Fyrirkomulag rástímabókana nú þegar tekur að hausta
  • 01/09/2025
    Úrslit úr Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 28/08/2025
    Nýr golfvöllur í Hafnarfirði
  • 19/08/2025
    Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 18/08/2025
    Úrslit úr Opna Icewear Kvennamóti Keilis