25/05/2013

Keilisfólk gerir það gott á Akranesi

Keilisfólk gerir það gott á Akranesi

Nú þegar tveimur hringjum af þremur er lokið í fyrsta stigamóti ársins eru Keilisfólk í fremstu röð kylfinganna sem keppa á Akranesi. Í karlaflokki leiðir Axel Bóasson á sléttu pari eftir tvo hringi og leiðir hann mótið með 4 höggum. Einnig spilaði Rúnar Arnórsson vel í dag og kom inná tveimur höggum yfir pari og er jafn öðrum í 5-6 sæti. Í Kvennaflokki raða stelpurnar sér í efstu sætin og fer fremst þar Guðrún Brá sem leiðir mótið eftir tvo hringi á átta höggum yfir pari. Tinna Jóhannsdóttir kemur svo jöfn annari í öðru sæti og eru þær einu höggi á eftir Guðrúnu. Til að fylgjast með lokahringnum í beinni útsendingu, enn skor er uppfært eftir hverjar þrjár holur sem spilaðar eru, þá er hægt að smella hér.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 16/09/2025
    Úrslit ráðin í Bikarkeppni Keilis
  • 10/09/2025
    Vel heppnuð haustferð Keiliskvenna
  • 05/09/2025
    Fyrirkomulag rástímabókana nú þegar tekur að hausta
  • 01/09/2025
    Úrslit úr Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 28/08/2025
    Nýr golfvöllur í Hafnarfirði
  • 19/08/2025
    Fyrirtækjakeppni Keilis 2025