24/03/2025

Allir græða á virku foreldrastarfi

Allir græða á virku foreldrastarfi

Virkt foreldrasamstarf er grundvallaratriði í öflugu íþróttastarfi barna og unglinga. Þegar foreldrar taka virkan þátt í starfi klúbbsins eykst stuðningur við iðkendur, sem getur haft jákvæð áhrif á frammistöðu þeirra og vellíðan. Því er mikilvægt að vera með virkt og vel mannað foreldraráð barna- og unglingastarfs Keilis.

Foreldrar nefna oft að þeir þekki lítið hina foreldrana. Stundum gefst tækifæri til að kynnast, en það gerist of sjaldan. Við vitum öll að íþróttaiðkun barna og ungmenna byggist að stórum hluta á þátttöku foreldra. Því er mikilvægt að foreldrar iðkenda þekkjast og eigi gott samstarf sín á milli. Þegar foreldrar taka virkan þátt í starfi félagsins eykst stuðningur við börnin, sem getur leitt til aukinnar ánægju og betri frammistöðu.

Foreldraráð barna- og unglingastarf Keilis starfar með íþróttastjóra Keilis og heyrir undir íþróttanefnd Keilis. Í ráðinu eru að lágmarki þrír forráðamenn iðkenda. Helstu verkefni og ábyrgð foreldraráðsins er meðal annars fjáraflanir í samvinnu við íþróttastjóra. Þetta felur í sér að skipuleggja, halda utan um og framkvæma fjáraflanir fyrir iðkendur. Stærstu fjáröflunarverkefnin eru eins og happdrætti, sala á ýmsum varningi, kúlutýnsla og fleira.

Foreldraráðið tekur einnig að sér eða aðstoðar við fjölbreytt verkefni í samstarfi við íþróttastjóra, svo sem mótahald, viðburði, félagsstarf og önnur tengd verkefni.

Vera íþróttastjóra og íþróttanefnd innan handar með skipulag keppnis- og æfingaferða.

Nýverið innleiddi foreldraráðið breytingu í keppnisferðum innanlands. Breytingin felst í því að foreldrar koma meira inn í skipulag keppnisferða innanlands, aðstoða þjálfara og veita þeim andrými á milli keppna. Þetta fyrirkomulag var fyrst prófað síðastliðið sumar hjá U14-liðunum. Foreldrar aðstoðuðu meðal annars með kvöldmat, frágang og önnur tilfallandi verkefni. Skipulagið var skýrt og samstarf foreldra frábært. Með þessari breytingu vonumst við einnig til að auka samstarf og samskipti milli foreldra.

Foreldraráðið leggur sig fram um að vera talsmaður forráðamanna þeirra barna og unglinga sem æfa hjá Keili. Við erum ávallt opin fyrir samtali og auknu samstarfi til að gera hið frábæra íþróttastarf innan klúbbsins enn betra.

Ef þú hefur áhuga á að gefa kost á þér í starfið með okkur í Foreldraráði, endilega láttu íþróttastjóra Keilis vita.

Í foreldraráði barna- og unglingastarf Keilis er undirrituð Karólína Helga Símonardótir, með iðkanda í hópi U18

ásamt fjölbreyttum foreldrahóp,

Karen Ósk Lárusdóttir, með iðkendur í hópi U12 KVK og U 18 KVK
Rannveig Aðalheiður Oddgeirsdóttir með iðkendur í U18 KK, U18 KVK, MFL. KVK og U12 KVK
Gunnar Þór Sigurjónsson, með iðkanda í U10 KK
Guðvarður Ólafsson með iðkendur í U10 KK og U12 KK
Eydís Ósk Eyland með iðkanda í U14 KVK
Sandra Halldórsdóttir með iðkanda í U18 KK, MFL. KK og U14 KK
Ingibjörg Sveinsdóttir með iðkendur í U10 KVK, U12 KVK og MFL. KK

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast
  • 23/04/2025
    Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar
  • 22/04/2025
    Breytingar á rástímapöntunum
  • 22/04/2025
    Bættur leikhraði
  • 09/04/2025
    Það styttist í opnun golfvalla
  • 03/04/2025
    Vorkveðja frá Hrefnu og veitingasölunni