Hreinsunardagurinn 2025
Hreinsunardagurinn 2025
Hreinsunardagurinn verður haldinn sunnudaginn 4. maí n.k.
Áætlað er að byrja Hreinsunardaginn klukkan 09:00 og vinna til 13:00 n.k sunnudag, að loknu hreinsunarstarfi verður boðið uppá gúllassúpu í golfskálanum.
Þeir sem taka þátt í Hreinsunardeginum vinna sér inn þáttökurétt í Hreinsunarmótinu sem haldið verður laugardaginn 10. maí.
Skráning fer fram með að fylla út þetta form
Við skráningu velja þáttakendur sér verkefni til að sinna á Hreinsunardeginum.
Eins og undanfarin ár þurfum við öflugan hóp með okkur á æfingasvæðið til að bæði plokka bolta upp úr jarðveginum og líka til að tína bolta úr kerfinu sem eru orðnir lúnir og þreyttir
Við munum einnig þurfa góðan mannskap til að hjálpa okkur við tyrfingar meðfram veginum niður í Hraunkot.
Vel þegið væri að fá nokkra handlagna smiði með okkur í að rífa niður milliloft og klæða útvegg áhaldahússins.
Þeir sem kjósa að tína rusl skipta með sér 3 brautum og fara út með plastpoka og tínur að vopni. Við biðlum til þeirra sem sinna sorptínslu að flokka sorpið í viðeigandi gáma
Þeir sem ekki komast á sunnudaginn geta unnið afmörkuð verk þangað til, sérstaklega við að hreinsa rusl á þeim tíma sem hentar fólki í aðdraganda dagsins. Hægt er að hafa samband við skrifstofu til að vinna verkin í eigin tíma.