26/05/2025

Það er gott að eldast í golfi – 65+ mótaröðin á sínum stað

Það er gott að eldast í golfi – 65+ mótaröðin á sínum stað

Kæru Keilisfélagar.

Í sumar verður hefðbundin mótaröð Keilisfélaga 65 ára og eldri.
Sérstaklega bjóðum við velkomin þau sem verða 65 ára á árinu 2025.

Leikdagar verða 6 fimmtudagar á Hvaleyri og einn miðvikudagur á Leirdalsvelli GKG.
Við leikum tvisvar við félaga okkar í Golfklúbbi GKG heima og að heiman.

Leikdagar sumarsins 2025 verði eftirtaldir:

  • Fimmtudagur  12. júní,  á Hvaleyri
  • Miðvikudagur  25. júní, á Leirdalsvelli í Garðabæ (Keilisfélagar fara í heimsókn)
  • Fimmtudagur    3. júlí,  á Hvaleyri
  • Fimmtudagur  17. júlí , á Hvaleyri
  • Fimmtudagur  24. júlí, á Hvaleyri
  • Fimmtudagur  21. ágúst, á Hvaleyri, (GKG-ingar koma í heimsókn).
  • Fimmtudagur    4. september, á Hvaleyri

Lokahóf og verðlaunaafhending verður 11. September, kl. 19:00 í golfskálanum okkar.

Við leikum nokkuð þétt í júlí, sem helgast af Íslandsmeistaramótinu 7. til 10. ágúst og öllu því umstangi, sem fylgir því.

Leikmenn skrá sig til leiks alla leikdagana á hefðbundinn hátt, nema 25. júní og 21. ágúst, verður skráð í mótakerfi GolfBox, Þá keppum við um farandbikar við félaga okkar í GKG.
Mótsgjaldið verður kr. 2.500, innifalið í mótsgjaldinu er súpa og brauð sem hægt er að fá sér fyrir eða eftir golfleik. Greitt er í golfbúðinni á leikdag
Heimilt verður að láta súpugjaldið ganga upp í aðrar máltíðir af matseðli.

Við vonumst til að sjá sem allra flest ykkar á mótaröðinni.

HÖFUM GAMAN SAMAN Í SUMAR

Fyrir hönd stýrihóps Keilis 65+.
Már Sveinbjörnsson

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin
  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi