19/05/2025

Guðrún, Þeir Bestu og Unglingarnir

Guðrún, Þeir Bestu og Unglingarnir

Margir keppniskylfingar frá Keili spiluðu í sínu fyrsta móti sumarið 2025 um helgina í blíðskaparveðri. Guðrún Brá spilaði á Evrópumótaröðini, Meistaraflokkskylfingarnir okkar spiluðu á Mótaröð þeirra bestu í Mosfellsbæ og 15-18 ára unglingarnir okkar léku á Unglingamótaröðinni á Akranesi.

Guðrún Brá

Atvinnukylfingurinn okkar Guðrún Brá Björgvinsdóttir spilaði á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni þetta árið. Hún spilaði öruggt golf í mótinu með skor uppá 76-71-72 og spilaði sinn besta hringannan daginn til þess að koma sér í gegnum niðurskurðinn. Guðrún endaði mótið í 53 sæti.

Sjá niðurstöður hér: ladieseuropeantour.com/reports-page?url=https%3A%2F%2Finfo.ladieseuropeantour.com%2Ftic%2Ftmresult.cgi%3Ftourn%3D1928~season%3D2025~result%3DPF~&id=2025&code=1928&title=Final Result

Mótaröð Þeirra Bestu

Á mótaröð þeirra bestu spiluðu 9 kylfingar frá Golfklúbbnum Keili, 8 karlar og 1 kona, en samtals spiluðu 61 kylfingar í mótinu. Í kvennaflokki spilaði Guðrún Birna Snæþórsdóttir, en hún endaði í 5. sæti í mótinu eftir að hafa bætt sig um heil 22 högg á milli hringja á fyrsta og öðrum deginum! Ótrúlegar bætingar og flott niðurstaða en Guðrún er kominn heim eftir fyrsta árið sitt í háskólagolfi í Bandaríkjunum. Í karlaflokki var það Axel Bóasson sem var bestu Keiliskylfinga en Axel endaði jafn í 6. sæti. Axel komst nálægt efsta sæti fyrir lokaholurnar en slæmur lokakafli gerði útum sigurvonir hans. Þá var það Keilismaður sem spilaði besta hring mótsins en Henning Darri Þórðarsson spilaði á 63 höggum eða 8 undir pari. Henning endaði í 9. sæti í mótinu en þessi fyrrum landsliðskylfingur Keilis er að nálgast sitt gamla form.

Hægt að sjá niðurstöður úr mótinu: GolfBox Tournament

Unglingamótaröðin

Golfklúbburinn Keilir var með 15 þáttakendur í fyrsta mótinu á Unglingamótaröðinni 2025 sem var spilað á Akranesi um helgina. Spilaðar voru 36 holur á laugardag og 18 holur á sunnudag með niðurskurði eftir 36 holur. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og voru klúbbnum til sóma með flottri spilamennsku og frábærri framkomu. Þá náðu 12 af 15 okkar kylfingum niðurskurðinum á þessari sterku mótaröð sem er flottur árangur, en margir af okkar krökkum voru að spila sitt fyrsta mót á þessari mótaröð. Máni Freyr Vigfússon kom sá og sigraði í flokki 15-16 ára pilta með skor uppá +9 yfir hringina þrjá. Þá voru Máni, Hjalti Jóhannsson, Halldór Jóhannsson og Óliver Elí Björnsson allir í top 10 í piltaflokki 15-18 ára í mótinu. Í stúlknaflokki 15-18 ára voru Sigurást Júlía Arnarsdóttir, Elva María Jónsdóttir og Tinna Alexía Harðardóttir allar í top 15 en 5 af 15 þáttakendum Keilis voru í stúlknaflokki.

Hægt að sjá niðurstöður úr mótinu: GolfBox Tournament

Næstu verkefni

Næstu helgi verður aftur fullt að gera hjá okkar fólki en þá spilar Guðrún í Frakklandi á Evrópumótaröðinni, á Mótaröð Þeirra Bestu verður mót í Þorlákshöfn og Unglinga og Golf14 mótaraðirnar verða með mót í Sandgerði.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 26/02/2025
    Óliver flottur á Tommy Fleetwood International: Bætingar á hverjum degi
  • 13/09/2024
    Keppnistímabilinu 2024 lokið
  • 05/09/2024
    Skúli sigraði á Sauðárkróki
  • 26/08/2024
    Þrír Íslandsmeistaratitlar í golfi til Keilis í dag
  • 19/08/2024
    Óliver Elí með Íslandsmeistaratitil í flokki 15-16 ára
  • 14/08/2024
    Keilir Íslandsmeistarar í flokki 65 plús