Íslandsmóti unglinga í höggleik var haldið um helgina.
Í flokkum 15-18 ára var leikið á Hliðarvelli í Mosfellsbæ og í flokkum U14 ára var leikið hjá NK á Seltjarnarnesi.
Árangur Keiliskrakka var mjög flottur. Keilir átti yfir 20% keppenda í U14 og yfir 15% keppenda í flokki 15-18 ára.
Í flokki 15-16 ára stráka sigraði Óliver Elí Björnsson eftir bráðabana. Hann lék á 72-74-70 höggum eða +3.
Helstu úrslit í öðrum aldursflokkum á Íslandsmótinu í höggleik:
Elva María Jónsdóttir varð í 2. sæti í flokki 13-14 ára stelpur
Máni Freyr Vigfússon varð í 3. sæti í flokki 13-14 ára strákar
Jón Ómar Sveinsson varð í 4. sæti í flokki U12 ára og yngri strákar
Sólveig Arnardóttir varð í 6. sæti í flokki U12 ára og yngri stelpur
Tinna Alexía Harðardóttir varð í 10. sæti í flokki 15-16 ára
Skúli Gunnar Ágústsson varð í 4. sæti í flokki 17-18 ára
Keppendur frá Keili voru með hæsta % hlutfall keppenda á Íslandsmótinu í höggleik í ár. Alls léku 11 stelpur og 22 strákar fyrir Keili á Íslandsmótunum í höggleik í ár.
Næsta verkefni er Íslandsmótið í holukeppni sem fram fer í Sandgerði dagana 23.-25. ágúst.