04/06/2025

Bikarkeppni Keilis í samstarfi við Hjarta Hafnarfjarðar

Bikarkeppni Keilis í samstarfi við Hjarta Hafnarfjarðar

Golfklúbburinn Keilir kynnir í samstarfi við Hjarta Hafnarfjarðar

Bikarkeppni Keilis 2025

Um er að ræða útsláttarkeppni yfir sumarið þar sem þú getur unnið til glæsilegra vinninga.

Undankeppnin verður leikin dagana 9-16 júní.

Hvernig tekur þú þátt?

  • Þú skráir þig á venjulegan rástíma á tímabilinu 9-16 júní.
  • Greiðir 2000kr í golfverslun áður en þú ferð að spila og tekur með þér skorkort. Innifalið í gjaldinu er súpa og brauð eftir leik.
  • Eftir golfið skilar þú svo skorkortinu til golfverslunarinnar og þú ert kominn í keppnina.
  • Allir geta tekið þátt í undankeppninni oftar en einu sinni ef þeir telja sig geta bætt skorið sitt milli daga.

Að undankeppni lokinni komast svo 16 punktahæstu keppendurnir áfram í útsláttarkeppnina.

Í útsláttarkeppninni er leikin holukeppni þangað til Bikarmeistari Keilis er krýndur.

Verðlaun verða veitt fyrir árangur í undankeppninni og í útsláttarkeppninni.

Ert þú næsti Bikarmeistari Keilis?

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag