24/06/2025

Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní

Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní

Það styttist í stærstu golfveislu ársins, Meistaramót Keilis.

Skráning hefst miðvikudaginn 25. júní klukkan 14:00.

Breytingar hafa verið gerðar frá því í fyrra og biðjum við alla um að kynna sér þær vel.

Forgjafarflokkarnir

Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á forgjafarflokkunum og voru þær breytingar gerðar með það að markmiði að jafna leikinn fyrir alla, þvert á flokkana, og minnka getumun innan allra flokka.

Við bindum vonir um að þetta muni gera keppnina enn meira spennandi fyrir alla.

50+ flokkarnir

50+ flokkar karla og kvenna munu spila sunnudag til þriðjudags samhliða öðrum aldursflokkum. Þó munu 12 efstu í hvorum flokki leika á laugardeginum 12. júlí.

Nýjung: Meistaramót á Sveinskotsvelli

Ákveðið hefur verið að hafa Meistaramót fyrir meðlimi á Sveinskotsvelli.

Mótið er hugsað sem tilvalið tækifæri fyrir þá sem langa að vera með í stemmningunni sem fylgir þessari viku.

Leiknar verða 9 holur á föstudeginum 11. júlí og svo aftur 9 holur á laugardeginum 12. júlí.

Svona munu flokkarnir líta út:

Karlar með forgjöf 0-25
Konur með forgjöf 0-25
Karlar með forgjöf 25,1-54
Konur með forgjöf 25,1-54

 

Smellið á myndina til að stækka hana

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag