21/07/2025

Okkur vantar ykkar hjálp

Okkur vantar ykkar hjálp

Kæru kylfingar og félagsmenn í Keili,

Nú líður að Íslandsmótinu í golfi sem haldið verður á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði dagana 7-10 ágúst næstkomandi.

Við þurfum á mikilli hjálp að halda við mótshaldið og því biðlum við til allra félagsmanna, og annarra kylfinga, að slást í för með okkur í þessa vegferð. Sýnt verður beint frá mótinu í sjónvarpinu föstudag, laugardag og sunnudag og hjá Keili ríkir mikill metnaður til að leysa verkefnið vel af hendi. Til að það geti gengið þurfum við ykkar hjálp.

Við mótshaldið þá áætlum við að þörfin fyrir mannskap í kringum alla keppnisdagana verði í kringum 200 manns. Störfin eru ýmis konar: bílastæðagæsla, framverðir, dómgæsla, móttaka skorkorta og tæknivinnsla svo eitthvað sé tínt til.

Allir sjálfboðaliðar sem koma að mótshaldinu með okkur fá glæsilegan fatnað frá Icewear. Þeir sem vinna hið minnsta 12 tíma við mótshaldið eignast fatnaðinn í framhaldinu.

Við biðlum því til allra golfáhugamanna að slást í för með og taka þátt í verkefninu með okkur. Hægt er að skrá sig hér

Kær kveðja,

Ólafur Þór Ágústsson
Framkvæmdastjóri Keilis

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 10/09/2025
    Vel heppnuð haustferð Keiliskvenna
  • 05/09/2025
    Fyrirkomulag rástímabókana nú þegar tekur að hausta
  • 01/09/2025
    Úrslit úr Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 28/08/2025
    Nýr golfvöllur í Hafnarfirði
  • 19/08/2025
    Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 18/08/2025
    Úrslit úr Opna Icewear Kvennamóti Keilis