27/07/2025

Úrslit úr Opna 66° Norður

Úrslit úr Opna 66° Norður

Það voru 177 keppendur sem léku Hvaleyrarvöll í Opna 66°Norður mótinu sem fór fram í gær.

Allskonar tilþrif áttu sér stað úti á velli, en flottustu tilþrifin átti Sigurður Ragnar Eyjólfsson sem gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 6. holu. Til hamingju með það Sigurður!

Veitt eru verðlaun fyrir 10 efstu sætin í punktakeppni og besta skor í kvenna- og karlaflokki.

Einnig voru verðlaun veitt fyrir næstur holu á öllum par 3 holum vallarins.

Besta skor kvenna var Kristín María Valsdóttir á 82 höggum.

Í karlaflokki voru tveir með besta skor. Þeir Óliver Elí Björnsson og Geir Jóhann Geirsson léku báðir á 72 höggum. Þar sem Óliver var einu höggi betri en Geir á seinni 9 holunum þá hreppir hann vinninginn.

Efst í punktakeppni voru:

1 Fjölnir Sigurjónsson 41 punktur (Seinni níu)
2 Jóhanna Halldórsdóttir 41 punktur
3 Steinþór Óli Hilmarsson 40 punktar  (Seinni níu)
4 Kjartan Jónsson 40 punktar (síðustu sex)
5 Baldur Einarsson 40 punktar (seinni níu)
6 Hilmar Örn Þórlindsson 40 punktar (seinni níu)
7 Gústav Axel Gunnlaugsson 40 punktar
8 Óðinn Svavarsson 39 punktar (Seinni níu)
9 Kristín María Valsdóttir 39 punktar (seinni níu)
10 Jón Steinar Ólafsson 39 punktar

Næstir holu voru:

4. braut Magnús Salberg Óskarsson 87 cm
6. braut Sigurður Ragnar Eyjólfsson 0 cm
12. braut Guðlaugur Orri Stefánsson 77 cm
17. braut Hulda Björk Guðjónsdóttir 191 cm

Við þökkum öllum þáttakendum kærlega fyrir og óskum verlaunahöfum til hamingju með árangurinn.

Nálgast má verðlaunin í golfverslun Keilis.

66°Norður þökkum við innilega fyrir gott samstarf.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 26/07/2025
    Kvennalið Keilis Íslandsmeistari
  • 24/07/2025
    Opnanir og lokanir á næstunni vegna Íslandsmótsins í golfi
  • 21/07/2025
    Okkur vantar ykkar hjálp
  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin
  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu