16/09/2025

Úrslit ráðin í Bikarkeppni Keilis

Úrslit ráðin í Bikarkeppni Keilis

Úrslitaviðureign Bikarkeppni Keils í samstarfi við Hjarta Hafnarfjarðar lauk nú á dögunum.

Voru það þeir Örn Rúnar Magnússon og Ingvar Ásbjörn Ingvarsson sem mættust og er ekki annað hægt að segja en að spennan hafi verið mikil.

Ingvar byrjaði hringinn af krafti og var kominn 2 holur upp eftir 3. Eftir það fór Örn að sækja og var leikurinn hnífjafn eftir 9 holur. Á seinni 9 áttu þeir báðir sína spretti en að lokum tókst Erni að knýja fram sigur á 17. holu.

Við óskum bæði Erni og Ingvari til hamingju með árangurinn í þessu stórskemmtilega móti.

Við þökkum Hjarta Hafnarfjarðar fyrir samstarfið og sömuleiðis öllum þeim sem tóku þátt.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla
  • 10/12/2025
    Aðalfundur Keilis fór fram í gær
  • 05/12/2025
    Stjórnarkjör Aðalfundur Keilis
  • 03/12/2025
    Aðalfundur Keilis 2025