Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag
Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag
Þá líður að Bændaglímunni 2025.
Mótið hefur fest sig í sessi sem ákveðið slútt í mótahaldi og því tilvalið að taka þátt og hafa gaman.
- Keppnisfyrirkomulag: 2 manna Texas Scramble
- Bændurnir þetta árið eru þau Heiðar Bergmann Heiðarsson og Sigrún Einarsdóttir
- Ræst verður út af öllum teigum klukkan 14:00
Að móti loknu verða bornar fram veitingar að hætti Hrefnu og að honum loknum er verðlaunaafhending.
Allir keilisfélagar eru hvattir til að fjölmenna og skrá sig tímanlega. Félagsmenn hafa forgang í mótið, ef ekki tekst að fylla í mótið er gestum félagsmanna velkomið að taka þátt.
- Þáttökugjaldið er 8.000 kr á manninn
- 20 ára aldurstakmark er í mótið
- Hámarksfjöldi er 100 keppendur
- Forgjöf liðs er samanlögð leikforgjöf leikmanna deilt með 3. Forgjöf liðs er þó aldrei hærri en leikforgjöf forgjafarlægri leikmannsins
- Skráning hefst föstudaginn 19. september klukkan 14:00 og fer fram á Golfbox. Smellið hér til að opna mótið á Golfbox