Tilkynning frá bændum
Tilkynning frá bændum
Kæru golffélagar,
Heisi og Sigrún bændur hér,
Nú er komið að slúttinu þetta golfsumar, Bændaglíman er skemmtilegur viðburður svona eins og byrjun á sláturtíð, smala fé að fjalli, rétta og að lokum leiða lömb til slátrunar.
Við bændurnir ætlum ekki að taka þetta alla leið þ.e. leiða til slátrunar en við ætlum samt að draga keppendum í dilka, við ætlum að draga keppendur í rauðan og grænan dilk. Í hverju holli verða rauðir og grænir sem keppa sín á milli (í tilefni Ryder) Ef rauðir vinna leikinn fá þeir 1 stig ef jafntefli ½ stig. Þessum stigum verður síðan safnað saman og það lið sem fær fleiri stig vinnur. Einfalt ekki satt.
Bændur hafa þurft að berjast fyrir tilveru sinni í gegnum aldirnar, hafa þurft að leysa margar þrautirnar, þess vegna heiðrum við þá með því að setja upp nokkrar þrautir á vellinum, þó aðallega á grínunum. Þið munuð sjá grín sem venjulega eru renni slétt, allt of hröð eða alltof hæg að margra mati.
Það er ykkar að leysa þessar þrautir eins og bændur hafa þurft að gera síðustu aldir.
Allt er þetta gert til skemmtunar fyrir okkur og við bændurnir vonum að þetta verði eftirminnilegur dagur fyrir okkur öll, engin pressa að skila inn skorkorti.
Kær kveðja,
Heisi og Sigrún bændur á Hvaleyri árið 2025