29/09/2025

Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti

Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti

Nú er hægt að versla boltakort á mun betri kjörum fyrir félagsmenn Keilis í gegnum GOLFMORE appið. Afslættir til félagsmanna eru mun meiri enn til almennra notenda Hraunkots. Ef kort er verslað og félagsaðild í Keili er virk fæst 20 – 35% afsláttur af boltakortunum í gegnum appið. Athugið að þessi afsláttur fæst ekki ef stakar fötur eru verslaðar beint úr vélunum.

Svona eru kortin:

  • Silfurkort – 5.500kr. Félagsmenn fá 20% afslátt
  • Gullkort – 10.500kr. Félagsmenn fá 25% afslátt
  • Platínukort – 17.500kr. Félagsmenn fá 30% afslátt
  • Demantskort – 35.000kr. Félagsmenn fá 35% afslátt

Hvað er GOLFMORE appið og hvar er hægt að nálgast appið (smellið á myndina til að stækka hana):

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag
  • 16/09/2025
    Úrslit ráðin í Bikarkeppni Keilis
  • 10/09/2025
    Vel heppnuð haustferð Keiliskvenna