17/03/2024

Nýtt Íslandsmet í golfþjálfun

Nýtt Íslandsmet í golfþjálfun

Ungir og efnilegir kylfingar Keilis settu nýtt Íslandsmet í að æfa golf dagana 15.-16. mars. Um var að ræða áheitagolf þar sem fólk gat styrkt þau með upphæðum að eigin vali ef þeim tækist að  setja nýtt íslandsmet.

Gamla íslandsmetið var í eigu kylfinga í Golfklúbbnum Leyni á Akranesi frá árinu 2009. Yfir 40 krakkar tóku þátt og gistu og eyddu öllum stundum  í Hraunkotinu eða í lengur en 25 klst.

Krakkarnir vilja koma á framfæri þakklæti til allra sem að styrktu þau og studdu. Þau eru á leiðinni í æfingaferðir til Spánar fljótlega eftir páska.

 

 

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast
  • 23/04/2025
    Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar
  • 22/04/2025
    Breytingar á rástímapöntunum
  • 22/04/2025
    Bættur leikhraði
  • 09/04/2025
    Það styttist í opnun golfvalla