02/07/2024

Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls

Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls

Opið minningarmót Guðmundar Friðriks Sigurðssonar og Kristínar Pálsdóttur er haldið sérstaklega til að halda uppi minningu þessara eðalhjóna sem störfuðu og kepptu svo ötullega fyrir Keili í gegnum árin.

Hjónin stóðu ávallt þétt að baki barna og ungmennastarfi Keilis ásamt því að bæði áttu sæti í stjórnum Keilis og GSÍ um árabil.

Golfíþróttin átti hug þeirra allan og léku þau golf um allan heim. Það er því mjög viðeigandi að allur ágóði af mótinu renni til sérstaks styrktarsjóðs sem verður tileinkaður keppni barna og unglinga erlendis.

Mótið fer fram 5. júlí n.k og er ræst út af öllum teigum samtímis klukkan 10:00

Mótsgjald er 7.500 kr.- fyrir 20 ára og eldri og 5.000 kr.-  fyrir yngri en tvítugt.

Eftir leik er boðið upp á súpu og drykk

Glæsilegir vinningar frá Nespresso, Bestseller, S4S og snyrtistofunni Elira.

Smellið hér til að nálgast mótið

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 10/05/2025
    Sumarið er komið
  • 09/05/2025
    Breytingar á vallarmörkum við 1. braut
  • 09/05/2025
    Nú byrjar ballið á Hvaleyrarvelli
  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast