15/06/2016

Golf fyrir yngri krakka á Sveinkotsvelli

Golf fyrir yngri krakka á Sveinkotsvelli

Í dag fengum við golfkrakka í heimsókn frá Golfklúbbnum Oddi og Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Leiknar voru níu holur á Sveinkotsvelli og var mikið fjör og gaman.

Leikið var eftir fyrirkomulagi frá USA sem nefnist PGA junior league. Þá leika 3-4 einstaklingar saman í liði eftir Texas Scramble fyrirkomulagi. Þau sem að léku saman í liði fengu boli í sömu litum til þess að efla liðsandann.

Tilgangur verkefnisins er að fá fleiri krakka til að fara út á völl og leika golf. Sigur er ekki meginmarkmið heldur er tilgangurinn að hafa gaman.

Í lokin var öllum boðið upp á pylsur og djús í veðurblíðunni.

Næsti hittingur er í lok júní á Bakkakotsvelli í Mosfellsbæ

Hér koma svo myndir frá þessum skemmtilega degi.

20160615_100600_HDR 20160615_100621_HDR 20160615_100850_HDR 20160615_100917_HDR 20160615_100939_HDR 20160615_101156_HDR 20160615_101241_HDR 20160615_101320_HDR 20160615_101334_HDR 20160615_101523_HDR 20160615_101911_HDR

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 24/09/2025
    Vinna hafin við nýtt teigasett á 9. holu Sveinskotsvallar
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum