27/04/2017

Guðrún Brá keppir á einu af svæðismótunum í USA

Guðrún Brá keppir á einu af svæðismótunum í USA

Guðrún Brá var í dag valin til að keppa í einstaklingskeppninni á einu af svæðismótum háskólagolfsins (regional championship) í Bandaríkjunum.

Mótið verður haldið á fjórum stöðum dagana 8. til 10. maí. Guðrún Brá keppir í Albuquerque í Nýju Mexíkó.

Guðrún Brá hefur verið að leika mjög vel í mótum fyrir Fresno State háskólaliðið sitt og hefur verið fimm sinnum inn á topp tíu í einstaklingskeppnum. Hún hefur ávallt verið með besta skor liðsfélaga sinna í liðinu.

Að vera valin til að keppa í svæðismóti er frábær viðurkenning fyrir hana og ber vott um hve vel hún hefur verið að leika á mótum í vetur.

Golfklúbburinn Keilir óskar henni til hamingju með þennan áfanga og óskar henni góðs gengis.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 19/05/2025
    Guðrún, Þeir Bestu og Unglingarnir
  • 26/02/2025
    Óliver flottur á Tommy Fleetwood International: Bætingar á hverjum degi
  • 13/09/2024
    Keppnistímabilinu 2024 lokið
  • 26/08/2024
    Þrír Íslandsmeistaratitlar í golfi til Keilis í dag
  • 19/08/2024
    Óliver Elí með Íslandsmeistaratitil í flokki 15-16 ára
  • 13/08/2024
    Keilis kylfingar stóðu sig með prýði um helgina