Aðalfundur Keilis 2024 – Framboð til stjórnar
Aðalfundur Keilis 2024 – Framboð til stjórnar
Við minnum á aðalfund Keilis sem haldinn verður þriðjudaginn 3. desember n.k í Golfskála Keilis.
Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 19:30.
Dagskrá:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
 - Skýrsla stjórnar
 - Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis
 - Lagabreytingar (sjá neðar í frétt)
 - Stjórnarkosning
 - Kosning endurskoðanda
 - Kosning fulltrúa og varafulltrúa, sem Keilir er aðili að
 - Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2025
 - Önnur mál
– Viðhorfskönnun
– Nýr golfvöllur
– Stækkun skála 
Tillaga að lagabreytingu, smellið á hlekkinn til að skoða
Framboð til stjórnar
Sjálfkjörið verður í stjórn Keilis þar sem einungis eitt framboð bárst skrifstofu Keilis fyrir tilsettan tíma. Þau sem eru því í framboði til stjórnar til tveggja ára eru:
Bjarni Þór Gunnlaugsson hefur starfað sem gjaldkeri Keili síðasta árið og býður sig fram til áframhaldandi setu í stjórn Keilis.
Guðríður Hjördís Baldursdóttir hefur verið í Keili í rúm 10 ár og er svo heppin að vera í skemmtilegum hópi kvenna sem hafa spilað saman á mánudögum í mörg ár. Gurrý vonast til að geta lagt sitt af mörkum í að styðja þann flotta hóp sem starfar hjá Golfklúbbnum Keili.
Sveinn Sigurbergsson er af öllum vel kunnur. Svenni hefur verið þaulsetinn í stjórn Keilis síðustu árin og af heilum hug gefur kost á sér til áframhaldandi starfa fyrir Keili og Keilisfélaga.


