Nú í dag hófust umfangsmiklar viðhaldsaðgerðir á brautunum í Hrauninu. Einsog kylfingar munu eflaust taka eftir þá er verið að lóðskera brautir í Hrauninu. Þetta er gert til þess að minnka lífrænt lag sem hefur byggst upp á því 21 ári sem Hraunið hefur verið opið.

Jarðvegur í brautunum í hrauninu er af skornum skammti. Af þeim ástæðum myndast ekki mikil örveruflóra í jarðveginum sem nauðsynlega er til að brjóta niður lífrænt efni sem safnast upp með tímanum. Með árunum hefur myndast þæfislag (hálfniðurbrotið lífrænt efni) í brautunum sem gefur af sér veikt yfirborð og hleypir vatni hægar í gegnum sig einsog kylfingar hafa tekið eftir í sumar. Það má lýsa því á leikmannamáli að þetta lag virkar einsog svampur á efsta lagið, dregur í sig raka bæði ofan og neðan frá. Í þeirri vætutíð sem hefur verið í sumar þá hefur bersýnilega komið í ljós nauðsynni þess að gera eitthvað til að auka hraða vatns í gegnum efsta lagið á brautunum.

Aðgerðaráætlun er svona:

  • Lóðskera brautir tvisvar á ári
  • Sanda tvisvar á ári
  • Yfirsá

Þessar aðgerðir verða þríþættar, fyrst er brautin lóðskorinn eins djúpt og aðstæður leyfa c.a 3-5 cm ofan í jörðina, við þessa aðgerð fjarlægum við mikið af lífrænu efni. Eftir lóðskurðin er brautin sópuð og allt það efni sem upp hefur komið fjarlægt. Eftir sópunina verður brautin aftur orðin snyrtileg með rásum, og ætti alls ekki að trufla golfleik. Síðasta aðgerðin er umfangsmikil söndun og yfirsáning. Áætlað er að seta um 200 m3 af sandi í völlinn í hverri aðgerð.

Ráðgert er að þetta ferli verði endurtekið næsta vor og haust. S.s tvisvar á ári þurfum við að ráðast í þessar aðgerðir og er unnið eftir 2-3 ára áætlun. Við áætlum að strax eftir fyrstu aðgerð þá munum við sjá mikin mun á þeim tíma sem vatn þarf til þess að komast í gegnum efsta lagið. Enn hafa skal það í huga að sum svæði eru verr farin enn önnur.

Einnig mun í vetur verða boraðar um 20-30 niðurfallsholur í lægstu svæðin á brautunum, niðurfallsholurnar munu verða um 3 metrar á dýpt og fóðraðar. Þetta var gert fyrir 20 árum síðan og margar þeirra hafa stíflast.

Ástanda brautana er ekki í samræmi við markmið klúbbsins um að bjóða upp á bestu mögulegu aðstæður hverju sinni og því verðum við að bregðast við. Þessar aðgerðir eru þær umfangsmestu sem nokkur klúbbur hér á landi hefur farið í til að endurheimta gæði brauta, og komumst við vonandi yfir þessi vandamál sem allra fyrst.

Við biðjum kylfinga að  sýna þessu tillitsemi og biðjum afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

Framkvæmdastjóri og Vallarstjóri