Við færum Hreinsunarmótið

Vegna slæmrar veðurspá þá ætlum við að færa Hreinsunarmótið frá sunnudeginum til morgundagsins. Ræst verður út á öllum teigum klukkan 14:00 á morgun eftir hreinsunardaginn. Þeir sem vilja ekki leika á morgun geta fengið rástíma á sunnudeginum ef þeir þora…..Áætlað er að byrja Hreinsunardaginn klukkan 09:00 og vinna til 12:00 á morgun, að loknu hreinsunarstarfi verður boðið uppá gúllassúpu í golfskálanum.

Nokkrir áriðandi punktar varðandi opnunina.

  • Ræst verður út frá 10. teig til að byrja með, þangað til annað verður tilkynnt.
  • Við opnum á allar flatir nema 16. flötina.
  • Það verður mottuskylda á brautum 2 og 3 (sjá neðar í frétt).
  • Golfbílar bannaðir í Hrauninu.
  • Golfbílar ekki leyfðir á brautum á Hvaleyrahlutavallarins (keyra í karganum)

Mottuskylda á brautum 2 og 3.

Þar sem brautir 2 og 3 í Hrauninu eru ekki komnar nægjanlega af stað þá ætlum við að hafa mottuskyldu á þeim brautum til að byrja með. Mottustandar einsog á mynd verða staðsettir á 3-4 stöðum á brautunum.

  • Þar sækjum við mottur til að slá af.
  • Þangað skilum við mottunum eftir notkun á sama mottustand.
  • Mottuskyldan gildir fyrir högg 10 metra og lengri.