13/04/2022

Birgir Björn er sigurvegari í USA

Birgir Björn er sigurvegari í USA

Birgir Björn Magnússon landsliðskylfingur í Keili sigraði á Shark Invitational mótinu sem fram fór á Brookville vellinum í New York.

Birgir Björn lék mjög gott golf og skilaði inn þremur hringjum á 70 höggum eða samtals þremur höggum undir pari og sigraði einstaklingskeppnina með einu höggi eftir æsispennandi keppni.

Birgir Björn leikur með Southern Illinois skólanum og endaði liðið í öðru sæti skólaliða.

Þessi sigur er sá fyrsti hjá Birgi í einstaklingskeppni 1. deildinni í Háskólagolfinu.

Hér er hægt að lesa um mótið á heimasíðu skólans í Southern Illinois

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 24/07/2025
    Opnanir og lokanir á næstunni vegna Íslandsmótsins í golfi
  • 21/07/2025
    Okkur vantar ykkar hjálp
  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin
  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls