11/01/2024

Birgir Björn nýr afreksþjálfari Keilis

Birgir Björn nýr afreksþjálfari Keilis

Birgir Björn Magnússon hefur verið ráðinn sem nýr afreksþjálfari Keilis.

Birgir er Keiliskylfingur í húð og hár og hefur hann æft og keppt undir merkjum Keilis síðan á ungaaldri sem og verið fastamaður í landsliðshópum Íslands.

Hann hefur starfað sem þjálfari hjá Southern Illinois háskólanum í Bandaríkjunum síðastliðin tvö ár en hefur nú ákveðið að koma aftur heim.

Í samtali við Birgi segist hann vera spenntur fyrir komandi tímum og hlakkar mikið til að vinna með okkar afrekskylfingum.

Við bjóðum Birgi velkominn í hópinn og óskum honum alls hins besta í nýja starfinu.

ÁFRAM KEILIR

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag