11/01/2024

Birgir Björn nýr afreksþjálfari Keilis

Birgir Björn nýr afreksþjálfari Keilis

Birgir Björn Magnússon hefur verið ráðinn sem nýr afreksþjálfari Keilis.

Birgir er Keiliskylfingur í húð og hár og hefur hann æft og keppt undir merkjum Keilis síðan á ungaaldri sem og verið fastamaður í landsliðshópum Íslands.

Hann hefur starfað sem þjálfari hjá Southern Illinois háskólanum í Bandaríkjunum síðastliðin tvö ár en hefur nú ákveðið að koma aftur heim.

Í samtali við Birgi segist hann vera spenntur fyrir komandi tímum og hlakkar mikið til að vinna með okkar afrekskylfingum.

Við bjóðum Birgi velkominn í hópinn og óskum honum alls hins besta í nýja starfinu.

ÁFRAM KEILIR

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 10/09/2025
    Vel heppnuð haustferð Keiliskvenna
  • 05/09/2025
    Fyrirkomulag rástímabókana nú þegar tekur að hausta
  • 01/09/2025
    Úrslit úr Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 28/08/2025
    Nýr golfvöllur í Hafnarfirði
  • 19/08/2025
    Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 18/08/2025
    Úrslit úr Opna Icewear Kvennamóti Keilis