19/11/2024

Birgir Björn nýr íþróttastjóri Keilis

Birgir Björn nýr íþróttastjóri Keilis

Birgir Björn Magnússon hefur verið ráðinn sem íþróttastjóri Keilis.

Birgir hóf störf hjá klúbbnum sem afreksþjálfari í byrjun þessa árs og hefur einnig sinnt starfi íþróttastjóra síðustu mánuði.

Birgir mun því fara fyrir öllu íþróttastarfi Keilis og halda áfram að móta og bæta starfið.

„Það er frábært að fá mann eins og Birgi inn í þetta starf. Hann býr yfir mikilli skipulagsfærni og hefur góða yfirsýn yfir þau verkefni sem starfinu fylgir“ segir Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdarstjóri Keilis.

„Það er mikill heiður fyrir mig að fá að fara fyrir íþróttastarfi Keilis. Keilir hefur alltaf átt stað í mínu hjarta og markmiðin eru mjög skýr. Ég hlakka til verkefnisins og er handviss um að framundan séu spennandi tímar í Golfklúbbnum Keili“ segir Birgir Björn.

Við óskum Birgi til hamingju með starfið.

Áfram Keilir!

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast
  • 23/04/2025
    Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar
  • 22/04/2025
    Breytingar á rástímapöntunum
  • 22/04/2025
    Bættur leikhraði
  • 09/04/2025
    Það styttist í opnun golfvalla
  • 03/04/2025
    Vorkveðja frá Hrefnu og veitingasölunni