Björgvin Sigurbergsson sem hefur starfað sem yfirþjálfari hjá golfklúbbnum Keili síðastliðin þrjú ár og þar á undan sem Íþróttastjóri Keilis hefur ákveðið að snúa sér að öðrum störfum.

Undir handleiðslu Björgvins hafa kylfingar í Keili komist í fremstu röð og unnið til fjölmargra Íslands-, stiga- og bikarmeistaratitla í golfi. Hann hefur einnig unnið náið með landsliðsþjálfurum og aðstoðað kylfinga við að ná markmiðum sínum á mótaröðum atvinnumanna.

Stjórn og starfsmenn Keilis þakka Björgvini samstarfið í gegnum árin og vel unnin störf og óska honum velfarnaðar á nýjum vettfangi.